Ellert Heiðar Jóhannsson heldur sínu striki í lagavali í The Voice, hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en í síðasta þætti söng hann Can‘t Live If Living is Without You sem Mariah Carey gerði frægt á sínum tíma.
Þjálfararnir Salka Sól og Helgi Björns voru bæði mjög hrifin af flutningnum í þætti gærkvöldsins og öryggi Ellerts á sviðinu. „Þú ert svo yfirvegaður, og þú tekur svo þetta lag og bara pakkar því saman,“ sagði Salka Sól um flutninginn.
Það voru fleiri sama máli en flutningurinn fékk mikla athygli á Twitter, og þá sérstaklega lagavalið.
Ellert er með etta ! Staðfest skjalfest bókað! #Voiceisl
— Daði Már Möller (@dadimar93) November 20, 2015
Það er greinilegt að Ellert er búinn að blóðga nokkur þúsund fiska um ævina þvílíkur kraftur í kalli 👍😆#voiceisl
— Ragnar Leo (@LeoRagnar) November 20, 2015
Ellert allann daginn, það er bara þannig!! Ekki margir karlmenn sem rífa nýtt rassgat á Mariah Carey! #teamhelgi #voiceisl
— Hrafnhildur Vidars (@HrafnhildurV) November 20, 2015
Mörg tístin frá twittverjum snerust um Ken nokkurn Lee
KEN LEEEEEE, LIDIBOUDIBOODACHOOOOO #voiceisl
— Ólafur Þór Jónsson (@olithorj) November 20, 2015
Eina sem ég heyri :"Ken Leeeeeeee" #voiceisl
— Steinunn S. Ó. (@steinunnskr) November 20, 2015
Var ekki búið að banna þetta lag eftir Ken Lee fíaskóið? #voiceisl
— Matti (@mattimar) November 20, 2015
Ástæðan fyrir því að twittverjar voru að blanda honum Ken Lee í málið var myndskeið sem gekk á samfélagsmiðlum fyrir nokkru síðan. Myndskeiðið er af áheyrnarprufu ungrar stúlku í Búlgörsku Idol þáttunum, þar sem hún syngur lagið Ken Lee, eða Can't Live.