Úrslitaþáttur The Voice fór fram í gærkvöldi í beinni útsendingu á SkjáEinum. Þar tókust á fjórir hæfileikaríkir söngvarar og eftir harða baráttu stóð Bolvíkingurinn Hjörtur Traustason uppi sem sigurvegari.
Lokalag Hjartar í þættinum má án efa kalla íslenska þjóðareign, en hann söng lagið Ferðalok sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt og er oftar en ekki sungið á leikjum íslensku landsliðanna.