Rosalega mikill Íslendingur

00:00
00:00

Það var langt liðið á fyrstu þáttaröð The Voice Ísland þegar fyrsti söngv­ar­inn lagði í að syngja á Íslensku, það er annað á könn­unni í ann­arri þáttaröð. Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Sindri Snær Kon­ráðsson reið á vaðið og söng lagið Dimm­ar rós­ir með Tatara í blindpruf­um ann­ars þátt­ar sem sýnd­ur var á Sjón­varpi Sím­ans á föstu­dags­kvöldið. „Ég hall­ast meira að ís­lenskri tungu en ensku, ég er rosa­lega mik­ill Íslend­ing­ur þegar kem­ur að því.“

Aldrei spurn­ing með þjálf­ara

Það voru tveir þjálf­ar­ar sem sneru sér við, Helgi Björns og Svala Björg­vins, æst að fá Sindra í sitt lið í þátt­un­um. Það var lít­ill vafi í huga Sindra hver yrði fyr­ir val­inu. „Helgi er idolið mitt og bú­inn að vera það í mörg ár. Hann er einn af þeim mönn­um sem ég horfi mikið upp til, það var aldrei spurn­ing í raun­inni fyrst hann sneri sér við.“

Reynd­ur á sviði þrátt fyr­ir ung­an ald­ur

„Síðan 2012 hef ég tekið þátt í 10 stærri verk­um á Ak­ur­eyri, ég er ein­mitt að leika í Litlu hryll­ings­búðinni núna. Svo hef ég verið að koma fram meðfram því og syngja, 17. júní, versl­un­ar­manna­helg­in og svona. Svo er oft sungið í verk­un­um sjálf­um líka.“

Sindri er 20 ára gam­all en hef­ur þrátt fyr­ir ung­an ald­ur tekið að sér mörg hlut­verk í leik­hús­inu. „Ég leik­stýrði verk­inu List­in að lifa sem var frum­sýnt 31. sept­em­ber, og fékk rosa­lega flott­ar viðtök­ur“. Þetta var frum­raun Sindra í leik­stjóra­stóln­um en það var hlut­verk sem hann hafði langað að reyna sig í. „Það kom þannig til að ég heyrði í meðlimi hóps­ins, þetta er hóp­ur krakka sem hafa verið að setja upp verk, og ég spurði hvort þau vantaði ekki leik­stjóra og þau slógu til.“

Hætti í söngnámi vegna aðstæðna

„Ég er á lista­braut í VMA og stefni á að fara í leik­list­ar­skóla, annaðhvort fyr­ir sunn­an eða jafn­vel úti í Nor­egi. Ég er ekk­ert menntaður í söng. Ég lærði í hálft ár en vegna aðstæðna þurfti ég að hætta, en stefni á að fara í áfram­hald­andi nám ef framtíðin býður upp á það.“

Þó að söngnámið sé ekki efst á dag­skrá er tón­list­in hvergi fjarri. „Ég er akkúrat í þess­um töluðum orðum að semja bæði lög og texta, ég hef verið að baksa í að semja lög áður en það hef­ur ekki gengið allt of vel, en nú er ég kom­inn al­menni­lega í gang og stefni á að fara lengra, jafn­vel púsla sam­an hljóm­sveit og svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell