Í fyrsta hefti nýs vísindatímarits eru vísindamenn hvattir til þess að einbeita sér að rannsóknum á óútskýrðum efnislegum sönnunargögnum í stað þess að eyða tíma sínum í að hlusta á lýsingar „vitna" um fljúgandi furðuhluti.
Í tímaritinu hvetja níu vísindamenn aðra vísindamenn til að hætta að flissa og hefjast handa við faglegar rannsóknir á fyrirbærinu enda geti vísindalegar rannsóknir á brunasárum „vitna" og óútskýrðum radarmælingum orðið til þess að auka þekkingu okkar á óútskýrðum fyrirbærum án þess að þau brjóti endilega náttúrulögmálið eða ýti stoðum undir kennningar um líf á öðrum hnöttum.