Er slúðrið í genunum?

Gróa á Leiti var fjarri því að hafa fundið upp slúðrið. Það á sér marg­falt eldri upp­runa, og má rekja allt aft­ur til forfeðra mann­anna, sem öfluðu sér upp­lýs­inga sem nota mátti gegn hugs­an­leg­um keppi­naut­um, sam­kvæmt kenn­ingu banda­ríska sál­fræðipró­fess­ors­ins Franks McAndrews. Grein­ir blaðið Fort Worth Star-Tel­egram frá þessu ný­verið.

McAndrews tel­ur, að þeir forfeðra okk­ar sem höfðu eng­an áhuga á gróu­sög­um hafi lent utang­arðs í sam­fé­lag­inu og átt í erfiðleik­um með að finna sér maka. "Það er ým­is­legt í þriggja millj­óna ára þró­un­ar­sögu manns­ins sem hef­ur hjálpað fólki að kom­ast af," sagði McAndrews. "Fólki sem borðaði rétta fæðu, fólki sem stundaði kyn­líf og fólki sem fékk mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um það sem var á seyði í um­hverfi þess vegnaði bet­ur." McAndrews ger­ir grein fyr­ir kenn­ingu sinni í rit­gerð í maíhefti Journal of App­lied Social Psychology.

Lík­legt er að forfeður okk­ar hafi reynt að bæta stöðu sína í sam­fé­lag­inu með því að dreifa upp­lýs­ing­um um mik­il­vægt fólk, seg­ir McAndrews. "Æsifrétta­blöð og fjöl­miðlar yf­ir­leitt hafa sömu áhrif. Við erum lát­in halda að þetta fólk sé mik­il­vægt vegna þess að við heyr­um mikið um það."

McAndrew gerði rann­sókn sína með aðstoð rúm­lega 100 há­skóla­stúd­enta, sem hann bað um að lesa slúður­blöð og segja til um hvaða fræga fólk þeim þætti áhuga­verðast. Í ljós kom, að les­end­urn­ir höfðu helst áhuga á frægu fólki af sama kyni og á svipuðum aldri og þeir sjálf­ir, og var sú niðurstaða í sam­ræmi við kenn­ingu McAndrews.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell