Stóð berrassaður á hæsta tindi í heimi

Flestir þeirra er hafa klifið Everest eru vel dúðaðir líkt …
Flestir þeirra er hafa klifið Everest eru vel dúðaðir líkt og þessi maður. Enda kalt á toppnum. Reuters

Formaður Samtaka fjallgöngumanna í Nepal hefur hvatt yfirvöld í landinu til þess að grípa til viðeigandi aðgerða gagnavart sjerpa sem er sagður hafa berháttað sig á toppi Everest-fjalls.

Samkvæmt frétt í dagblaðinu The Himalayan Times fór nepalski fjallaleiðsögumaðurinn úr öllum fötunum og stóð nakinn í þrjár mínútur á toppi hæsta fjalls í heimi í gnístandi kulda.

Ef þetta reynist vera satt þá myndi hann vera fyrsti maðurinn, sem vitað er til, að hafa afklætt sig á toppi Everest fjalls, en búddistar í Nepal líta á fjallið sem guð.

Ang Tshering Sherpa, formaður fyrrgreindra fjallasamtaka, segist ekki geta staðfest að þetta hafi gerst.

„En ef hann gerði þetta þá væri það mikið áfall vegna þess að Sagarmatha (nafn Everest á máli Nepalbúa) er gyðjumóðirin,“ sagði hann. „Ríkisstjórnin verður að leggja á strangar siðareglur sem fjallgöngumenn verða að virða.“

Yfirvöld í Nepal hafa ekki tjáð sig um málið.

Yfirmenn sjerpans sem berháttaði sig eru hinsvegar kátir með uppátækið. „Við ætlum að fá þetta skráð í Heimsmetabók Guinness,“ hefur dagblaðið eftir einum yfirmanna sjerpans.

Að minnsta kosti 1.345 hafa klifið á tind Everest, bæði frá Tíbet og Nepal, frá árinu 1953.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir