Klerkur í bænum Rumson var í dag fundinn sekur um að hafa stolið rúmlega 75.000 bandaríkjadölum úr sjóðum kirkjunnar sem hann starfaði hjá, og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Eyddi presturinn þýfinu m.a. í dýra bíla og ferðalög. Presturinn sem þjónað hafði í kirkjunni í 16 ár játaði sök og hefur beðist afsökunar.
Starfsmenn biskupsdæmisins sem kirkjan tilheyrir komust að þjófnaðnum við endurskoðun reikninga kirkjunnar og stóð upphaflega til að kæra hann fyrir þjófnað á mun hærri upphæðum. Er hann sakaður um að hafa eytt framlögum sóknarbarna í ferðalög til Karíba hafsins, bíla af gerðinni BMW og skartgripi, svo eitthvað sé nefnt. Hann keypti einnig hús að andvirði 200.000 dala handa smiði sem starfaði fyrir kirkjuna.
Sum sóknarbörnin hafa varið prestinn og segja hann einfaldlega hafa lifað í samræmi við lifnaðarhætti bæjarins, en íbúar Rumson eru flestir vel efnaðir.
Auk fangelsisvistarinnar hefur Rumson verið meinað að þjóna við trúarathafnir og má hann ekki bera prestskragann á almannafæri.