Bílþjófar vilja helst Cadillac

Cadillac Escalade, stór og gljáandi lúxusjeppi sem Hollywoodstjörnur, rapparar og íþróttastjörnur eru hrifnar af, virðist líka falla bandarískum bílþjófum í geð, ef marka má nýja könnun.

Escalade var í fyrra sú bíltegund sem oftast var tilkynnt stolin, að því er samtök tryggingafélaga í Bandaríkjunum greindu frá í gær.

Í öðru og þriðja sæti voru Mitsubishi Lancer Evolution og Dodge Ram 1500.

Samtökin segja að margt í Escalade-jeppanum freisti þjófa, krómaðar felgur, leðursæti og DVD-kerfi í aftursætinu, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hafi markaðssetning bílsins miðað að því að tengja hann við frægt fólk og tískulið.

„Þetta er bíll eins og Tony Soprano ekur. Þessi bíll sést í mörgum rappmyndböndum. Margir fótboltamenn láta mynda sig í svona bílum,“ segir Kim Hazelbaker, talsmaður samtakanna. „Þessi bíll er hluti af dægurmenningunni.“

Í neðsta sæti á listanum - það er að segja, sá bíll sem sjaldnast er stolið - er Ford Taurus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson