Mesti hégóminn

Breskur milljónamæringur hefur fest kaup á heilu strandþorpi í Búlgaríu og ætlar að nefna það í höfuðið á sjálfum sér. Þetta er ekki það eina sem orðið hefur til þess að maðurinn hefur verið nefndur hégómlegasti maður Bretlands.

Hann heitir Scott Alexander, er 31 árs og rekur fyrirtækið Ultimate Lifestyle Group Incorporated. Búlgarska þorpið ætlar hann að kalla Alexander. Hann keypti það á þrjár milljónir punda, eða rúmar 400 milljónir króna.

Hann á m.a. þakíbúð í Manchester þar sem málverk af honum sjálfum þekur heilan vegg - fyrir það greiddi hann tíu þúsund pund (tæplega 1,4 milljónir króna). Hann á nokkra bíla, Rolls Royce Phantom, Lamborghini, Aston Martin og Porsche. Hann segist eyða um 15.000 pundum (rúmum tveim milljónum króna) á mánuði í föt og tvisvar á dag sprautar hann sig með vaxtarhormóni, sem kostar hann 100.000 pund (13 milljónir króna) á ári.

Hann fullyrðir að kaupin á þorpinu í Búlgaríu séu góð fjárfesting.

Frá þessu greinir Ananova og hefur eftir The Independent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson