Heimaríkur köttur

Jack situr við tréð eftir að björninn klifraði upp í …
Jack situr við tréð eftir að björninn klifraði upp í það AP

Kött­ur­inn Jack, sem býr i West Mil­ford í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, er heimarík­ur og þolir ekki að óviðkom­andi séu að þvæl­ast á hans yf­ir­ráðasvæði. Í vik­unni flúði meira að segja svart­björn und­an kett­in­um upp í tré.

Jack er venju­leg­ur gul­ur og hvít­ur heim­il­iskött­ur sem gæt­ir þess vel að smá­dýr séu ekki að flækj­ast í garðinum. „Við vor­um vön að segja í gríni: Jack er á verði, kannski ræðst hann á björn," sagði Donna Dickey, eig­andi kisa.

Ná­grann­ar Dickey sáu í vik­unni að björn klifraði upp í tré í garðinum þeirra og Jack sett­ist síðan við tréð. Ná­grann­arn­ir héldu fyrst að kött­ur­inn væri að skoða björn­inn en sáu síðan að björn­inn var hrædd­ur við hvæs­andi kött­inn.

Eft­ir um 15 mín­út­ur fór björn­inn niður úr trénu en Jack réðist á hann aft­ur og þá klifraði björn­inn upp í annað tré.

Dickey kallaði nú á Jack og björn­inn notaði tæki­færið og flúði inn í skóg.

Birn­ir eru frek­ar al­geng­ir í West Mil­ford.

Jack sendir birninum illt auga.
Jack send­ir birn­in­um illt auga. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir