Hættulega strákabókin

Bók sem kennir krökkum að búa til pappírsskutlur, klifra í trjám og fleira þessháttar hefur óvænt náð metsölu í Bretlandi.

Hættulega strákabókin (The Dangerous Book for Boys) heitir hún og er í fimmta sæti á metsölulista Amazon í Bretlandi. Hún kom út í síðasta mánuði.

Undanfarna viku hefur salan aukist um 700%. Höfundarnir eru Conn Iggulden, fyrrverandi enskukennari, og Hal bróðir hans, sem er leikstjóri.

Í bókinni útskýra þeir hvernig farið er að því að byggja kofa uppi í tré, veiða, fleyta kerlingar og búa til teygjubyssur. Einnig eru í bókinni kaflar um skordýr, sjóræningja og risaeðlur, svo nokkuð sé nefnt.

Conn segir: „Þetta á að vera bók um allt sem okkur langaði til að vita og prófa þegar við vorum litlir strákar. Okkur langaði að fanga þetta lífsviðhorf - þegar allt var áhugavert og það sem var hættulegt var skemmtilegt.“

Frá þessu greinir Ananova.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir