Blankur námsmaður vann 14 milljónir á skafmiða

Breskur námsmaður datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann keypti skafmiða á 1 pund, 140 krónur, og vann 100 þúsund pund, tæpar 14 milljónir króna. Námsmaðurinn, Paul Thomas, ætlaði bara að kaupa sér morgunkorn þegar hann skaust út í búð, en ákvað að kaupa sér skafmiða í leiðinni.

Sagðist Thomas hafa verið svo hungraður að hann hafi ekki einu sinni skafið af miðanum í búðinni heldur geymt miðann þar til heim kom. Trúði hann ekki eigin augum þegar hann sá tölurnar og varð að biðja sambýliskonu sína að fara yfir þær með sér.

Thomas er að ljúka námi í viðskiptafræði í Cardiff og ætlar að bíða með að fagna vinningnum þar til hann hefur lokið við að skrifa lokaritgerðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan