Nakinn biðill í skothríð

Maður sem hljóp nakinn um hverfið sitt til að reyna að sannfæra unnustu sína um að taka bónorði sínu átti fótum fjör að launa þegar hann varð fyrir skothríð.

Maðurinn var að ræða við kærustu sína um hjónaband aðfaranótt gærdagsins, og þegar kærastan sagðist ekki vera viss um að vera tilbúin í slíkt sagði hann að maður yrði að taka áhættu í lífinu. Til að undirstrika þau orð sín fór hann úr öllum fötunum, hoppaði út um glugga - á fyrstu hæð - og hljóp nakinn um hverfið.

Þetta gerðist í Ann Arbor, friðsælli háskólaborg skammt frá Detroit í Bandaríkjunum.

Áður en nakti biðillinn komst aftur heim mætti hann pari á göngu og faldi sig í nærliggjandi runna. Hinn maðurinn heyrði skrjáf í runnanum og sá í bera fætur biðilsins, dró upp byssu og skipaði honum að koma út úr runnanum.

Nakti biðillinn lagði á flótta en byssumaðurinn elti og hótaði að skjóta. Lét hann verða af því og sá nakti féll í götuna og hlaut minniháttar meiðsl.

Íbúar hverfisins vöknuðu við lætin og kölluðu á lögregluna. Byssumaðurinn var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og að bera falið skotvopn. Hann var látinn laus eftir yfirheyrslu. Nakti biðillinn var ekki handtekinn og vildi ekki ákæra árásarmanninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir