Síðdegisblundurinn útskýrður

Líklega vita allir hvað það er gott að leggja sig eftir matinn og margir þekkja það að erfitt getur verið að sofna með tóman maga.

Danskir og breskir vísindamenn hafa nú fundið skýringuna á þessu og hún er sú að mikið sykurmagn í blóði, eins og eftir góða máltíð, slekkur á þeim heilafrumum sem halda okkur vakandi og vel á verði. Þær taka síðan aftur við sér þegar okkur fer að svengja. Skýrðu þeir frá þessu í tímaritinu Neuron að því er fram kom á fréttavef Jyllands-Posten.

Einn vísindamannanna, dr. Lars Fugger, segir að þetta sé að sjálfsögðu arfur aftan úr grárri forneskju og ein af forsendunum fyrir að komast af.

"Áður snerist lífið um að vera á ferðinni og finna mat en þegar hann hafði verið snæddur drógu fyrrnefndar heilafrumur sig í hlé til að menn gætu sofið og hvílst. Þegar þeir voru aftur matarþurfi sáu þær til þess að öll skilningarvit væru vel vakandi. Þetta var auðvitað bráðsniðugt enda ekki gott, hefði það verið á hinn veginn," sagði Fugger.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar