Peningar fresta lífi og dauða

Sydney. AFP. | Það kann að vera að peningar kaupi ekki ást og lífsfyllingu en þeir geta vel frestað lífi og dauða. Þessu er haldið fram í nýrri rannsókn tveggja ástralskra hagfræðinga, sem könnuðu áhrif tveggja ákvarðana stjórnvalda fyrr og nú á barneignir og dauðsföll í landinu.

Í fyrsta lagi rannsökuðu þeir áhrif svokallaðs "barnabónuss" sem gekk í gildi 1. júlí 2004 og fólst í því að stjórnin greiddi 3.000 ástralska dali, eða sem svarar um 167.000 ísl. kr., með hverju nýfæddu barni.

"Við áætlum að um 700 fæðingum hafi verið frestað frá síðustu vikunni í júní 2004 til fyrstu vikunnar í júlí," sagði Andrew Leigh, hagfræðingur hjá Australia National University. "Það sem veldur okkur enn meiri vandræðum er að 300 fæðingar voru tveimur vikum á eftir áætlun."

Að sögn Leigh byggir þessi áætlun á gögnum sem hann og Joshua Gans, hagfræðingur hjá Melbourne Business School, rannsökuðu í sameiningu, en það kom þeim í opna skjöldu að það skyldu hafa verið fleiri fæðingar 1. júlí 2004 en á nokkrum öðrum degi undanfarin 30 ár.

Svindla á skattstjóranum

Í öðru lagi rannsökuðu hagfræðingarnir áhrif þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að afnema 28% erfðaskatt á fasteignir 1. júlí 1979. Eftir að hafa rannsakað tíðni dauðsfalla á tímabilinu uppgötvuðu þeir að helmingi þess efnafólks, sem ella hefði líklega dáið fyrir þann dag, hefði tekist að fresta andláti sínu. Þótt ekki séu vasar á líkklæðunum viðurkenna hagfræðingarnir að ættingjar efnafólksins kunni að hafa falsað upplýsingar um dánardaginn til að svindla á skattstjóranum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir