Svangur bangsi í heimsókn

Raunveruleikinn fór óneitanlega að minna á sígilt ævintýri þegar kona nokkur í Vestur-Vancouver kom heim til sín einn daginn og sá þá skógarbjörn í eldhúsinu hjá sér að borða haframjöl með bestu lyst.

Svo virðist sem björninn hafi komist inn um dyr sem höfðu staðið opnar, að því er BBC hefur eftir blaðinu Vancouver Province.

En ólíkt Gullbrá, sem stalst í grautinn hjá björnunum þrem, lagði bangsi ekki á flótta þegar upp um hann komst. Hann hélt bara áfram að borða haframjölið.

„Þetta virtist vera ungur björn, eins eða tveggja ára,“ sagði Paul Skelton, talsmaður lögreglunnar í Vancouver. „Hann hafði brotið leirkrúsina sem haframjölið var geymt í.“

Björnin lét sér lítið bregða þótt lögreglan kæmi á vettvang. Hann sýndi enga ógnandi tilburði og hafði ekki valdið neinum skemmdum utan að brjóta haframjölskrúsina og því var hann látinn afskiptalaus.

„Að lokum ákvað björninn að fara út úr húsinu og hvarf niður í skógi vaxið gil,“ sagði Skelton.

Íbúar Vestur-Vancouver eru ekki alveg óvanir því að fá birni í heimsókn um það leyti sem birnirnir eru að skríða úr híðum sínum, að því er Vancouver Province greinir frá. Þetta er þó óvenju seint fyrir slíka heimsókn, sem stafar af því að veturinn var óvenju snjóþungur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar