Vísindamenn segjast hafa þróað formúlu fyrir hina fullkomnu vítaspyrnu

Króatinn Darijo Srna var augljóslega ekki búinn að kynna sér …
Króatinn Darijo Srna var augljóslega ekki búinn að kynna sér formúlu vísindamannanna er hann lét markvörð Japana verja frá sér vítaspyrnu á HM á dögunum. Reuters

Sérfræðingar hafa haldið því fram að þeir hafi komist að því hver sé vísindaformúlan fyrir því að taka hina fullkomnu vítaspyrnu. Í stuttu máli er hún þessi: (((X + Y + S) / 2) x ((T + I + 2B) / 4)) + (V/2) -1. Fyrir þá sem eru að klóra sér í hausnum yfir ofangreindri jöfnu má einfalda hana með því að segja að mestu máli skipti að sparkað sé af afli í boltann og honum sé vel miðað. Í rauninni er þetta ekki nýr sannleikur en þetta er þó ekki allt.

Sá sem á að taka vítaspyrnuna getur einnig aukið möguleika sína á að skora með því að eyða ekki óþarfa tíma eftir að hann hefur komið boltanum fyrir á vítapunktinum.

Þá er styttra hlaup talið betra en langt hlaup. Og þá má ekki gleyma því hvernig fætinum er hallað.

Það eru vísindamenn í John Moores háskólanum í Liverpool sem hafa sett formúluna saman.

Þeir segja að besta vítaspyrnan sem Englendingar hafa tekið frá árinu 1962 hafi verið spyrna Alans Shearers í leik enska landsliðsins gegn Argentínu árið 1998.

Stærðfræðingurinn David Lewis, sem þróaði formúluna, segir að vísindamennirnir myndu ráðleggja Englendingum að fara eftir þessum viðmiðunarreglum þeirra við æfingar.

Í ofangreindri jöfnu jafngildir V hraða (e. velocity) boltans eftir að spyrnt er í hann og T stendur fyrir tímann sem líður frá því að boltinn er settur á punktinn og þar til spyrnt er í hann.

S stendur fyrir þau skref (e. steps) sem leikmaðurinn tekur fyrir skot á meðan I stendur fyrir þann tíma sem líður frá því að sparkað sé í boltann eftir að markvörðurinn hefur ákveðið í hvort hornið hann hyggst stinga sér í.

Y stendur fyrir lóðrétta staðsetningu boltans frá jörðu, X stendur fyrir lárétta staðsetningu boltans frá miðju og B stendur fyrir það hvernig leikmaðurinn hallar knattspyrnuskónum sínum við spyrnuna.

Það var Ladbrokes veðmangarafyrirtækið sem stóð á bak við rannsóknina en þeir veðja þremur á móti einum að Englendingar falli úr heimsmeistarakeppninni eftir vítaspyrnukeppni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir