Brúðgumi á floti úti á firði

Svokallað steggjapartí fór heldur betur úr böndunum í Þrándheimi í Noregi þegar kalla þurfti út lögreglu og björgunarsveitir til að bjarga brúðgumanum sem endaði einn á floti úti á miðjum firði.

Fréttavefur Aftenposten segir að þetta hafi allt byrjað með því að verðandi brúðgumi, sem er 31 árs, var sóttur heim til sín í Þrándheimi og farið var með hann niður að höfn.

Þar fóru vinir hans með hann um borð í seglbát og sigldu út á miðjan Þrándheimsfjörð. Sem betur fer hafi vinirnir haft vit á að setja brúðgumann verðandi í flotgalla áður en þeir hentu honum útbyrðis um tvo kílómetra frá landi.

Þeir höfðu gert ráðstafanir til að sjóflugvél myndi sækja brúðgumann, en skyndilega hvessti og ölduhæð varð of mikil til að vélin gæti lent. Sjálfir misstu vinirnir sjónar af brúðgumanum.

Fljótlega sáu þeir sitt óvænna og hringdu í neyðarlínuna. Tveir lögreglubátar voru kallaðir út, auk þyrlu og sérstaks björgunarbáts, og í næstu fjöru beið mikið lögreglu- og sjúkralið.

Á meðan þessu fór fram flaut brúðguminn í góðu yfirlæti á firðinum í um klukkustund og hafði ekki hugmynd um að hann væri talinn í hættu staddur. Honum var á endanum bjargað, en svaramaðurinn verður væntanlega rukkaður um kostnaðinn við aðgerðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir