Matadorpeningum skipt út fyrir kreditkort

Spilið Monopoly, eða Mata­dor eins og það er kallað á ís­lensku, hef­ur tekið nokkr­um breyt­ing­um í þau sjö­tíu ár sem það hef­ur verið spilað. Nú er að koma á markaðinn í Bretlandi ný út­gáfa þar sem mata­dor­pen­ing­un­um kunnu er skipt út fyr­ir kred­it­kort og í stað bíl­anna sem aka um spjaldið nota spil­ar­arn­ir farsíma og ham­borg­ara.

Þá hef­ur fast­eigna­verð verið hækkað veru­lega og einnig skipt út götu­nöfn­um í Lund­ún­um. Nýja út­gáf­an verður seld sam­hliða hinni hefðbundnu.

„Hefði Monopoly verið fundið upp núna væri það allt öðru­vísi en upp­haf­lega spilið og því höf­um við upp­fært fast­eigna­verð og staði," sagði Helen Mart­in, markaðsstjóri fyr­ir­tæk­is­ins Has­bro, sem fram­leiðir Monopoly.

Þá er fólk hætt að nota pen­inga­seðla; það not­ar bara plast, svo við höf­um fjar­lægt seðlana, skipt þeim út fyr­ir plast­kort," sagði hún.

Með spil­inu fylg­ir lítið raf­tæki, sem flyt­ur upp­hæðir á milli spil­ara og bank­ans. Þá fá spil­ar­ar ekki leng­ur 2000 krón­ur úr bank­an­um þegar þeir fara yfir byrj­un­ar­reit. Þess í stað hækk­ar inn­stæðan á reikn­ingi þeirra um 2 millj­ón­ir punda.

Ra­f­ræn­ar út­gáf­ur af Monopoly komu á markað í Þýskalandi og Frakklandi í fyrra og seld­ust vel. Áætlað er að út­gáf­an komi á markað í Banda­ríkj­un­um á næsta ári.

Þrátt fyr­ir breyt­ing­arn­ar breyt­ist einn hluti spils­ins ekki: spil­ar­arn­ir eru enn send­ir í fang­elsi.

„Maður fer áfram í fang­elsi, það breyt­ist aldrei," sagði Mart­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell