Breskt fyrirtæki, sem selur hugbúnað til að yfirfara stafsetningu á heimasíðum á netinu, varð að senda aftur út síðustu fréttatilkynningu sína eftir að stafsetningarvilla slæddist með í textanum í fyrstu útgáfu tilkynningarinnar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu TextTrust sagði á ensku að hugbúnaður fyrirtækisins hefði verið notaður til að yfirfara 16 milljónir „vesíðna" á síðasta ári.
„Þetta var mjög vandræðalegt," sagði talsmaður fyrirtækisins við fréttavef BBC.
Í tilkynningunni voru talin upp nokkur orð, sem oft eru rangt stafsett á vefsíðum en orðið vefsíða var ekki þar á meðal.