Hundurinn Barney leystur frá störfum

Hundurinn Barney hefur verið leystur frá störfum þar sem hann stóð sig ekki sem skyldi við störf sín á bangsasýningu í Somerset í Englandi. Um þúsund bangsar eru á sýningunni og eru margir þeirra svo verðmætir að tryggingafélagið óskaði eftir því að varðhundar yrðu fengnir til að gæta þeirra.

Hundurinn Barney þóttist hafa komist í feitt og eftir að vörður fór af vakt og læsti hundinn inni yfir nóttina, gekk hann berserksgang og olli skemmdum á fjölda bangsa. Sá sem varð hvað verst úti heitir Mabel, og var í eigu Elvis Presley. Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Politiken.

Það er auðkýfingurinn Benjamin Slade sem á Mabel, en bangsann keypti hann á uppboði fyrir andvirði um 5 milljóna króna. Mabel var nær höfuðlaus eftir að hundurinn hafði leikið sér með hann auk þess sem búkurinn er illa farinn. Eigandi bangsans er sagður ævareiður vegna atviksins.

Sýningarstjórinn vill þó ekki að Barney verði sérstaklega refsað heldur fer hann nú á eftirlaun og verður sendur á ,,búgarð þar sem hann getur elt hænur".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar