Hundurinn Barney leystur frá störfum

Hund­ur­inn Barney hef­ur verið leyst­ur frá störf­um þar sem hann stóð sig ekki sem skyldi við störf sín á bangsa­sýn­ingu í Somer­set í Englandi. Um þúsund bangs­ar eru á sýn­ing­unni og eru marg­ir þeirra svo verðmæt­ir að trygg­inga­fé­lagið óskaði eft­ir því að varðhund­ar yrðu fengn­ir til að gæta þeirra.

Hund­ur­inn Barney þótt­ist hafa kom­ist í feitt og eft­ir að vörður fór af vakt og læsti hund­inn inni yfir nótt­ina, gekk hann ber­serks­gang og olli skemmd­um á fjölda bangsa. Sá sem varð hvað verst úti heit­ir Mabel, og var í eigu El­vis Presley. Þetta kem­ur fram á vefsíðu danska dag­blaðsins Politiken.

Það er auðkýf­ing­ur­inn Benjam­in Slade sem á Mabel, en bangs­ann keypti hann á upp­boði fyr­ir and­virði um 5 millj­óna króna. Mabel var nær höfuðlaus eft­ir að hund­ur­inn hafði leikið sér með hann auk þess sem búk­ur­inn er illa far­inn. Eig­andi bangs­ans er sagður æv­areiður vegna at­viks­ins.

Sýn­ing­ar­stjór­inn vill þó ekki að Barney verði sér­stak­lega refsað held­ur fer hann nú á eft­ir­laun og verður send­ur á ,,búg­arð þar sem hann get­ur elt hæn­ur".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú mátt ekki láta söknuðinn drepa þig í dróma, þótt vík sé á milli vina. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka