Lengsta ljóð í heimi

Þrítugur Frakki opnaði í dag sýningu á því sem hann sagði vera lengsta ljóð í heimi. Ljóðið er nærri 7600 erindi og skrifað á klæðisstranga, sem er nærri eins kílómetra langur.

Patrick Huet, sem er bókari að aðalstarfi, var í einn og hálfan mánuð að yrkja kvæðið sem nefnist: Vonarglæta í bergmáli heimsins. Hann var síðan í mánuð að skrifa ljóðið á léreftið, sem lagt var á kappakstursbraut í suðausturhluta Frakklands í dag.

Ljóðið er ort undir svonefndum gripluhætti þar sem fyrstu stafirnir í hverri línu mynda orð. Með þessum hætti eru allar 30 greinar Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna greyptar í kvæðið.

„Ljóðið sprettur af mikilli innri þörf, brennandi þrá eftir að tjá mig um þær hræðilegu hörmungar sem mannkynið hefur þurft að þola," sagði Huet.

Sérstakur dómskrifari staðfesti lengd kvæðisins og verða upplýsingarnar senda til Heimsmetabókar Guinness.

Huet hefur þegar skrifað tvö styttri kvæði, annað 66 metrar og hitt 72 metrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir