Ellilífeyrisþegi reyndi að smygla 80 kg af kókaíni til Bandaríkjanna

Áttatíu og eins árs gamall maður var handtekinn er hann reyndi að smygla 80 kílóum af kókaíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna, en fíkniefninu hafði hann komið fyrir í bifreið sinni.

Landamæraverðir í Nogales í Arizona segja að þetta sé eitt mesta magn af fíkniefnum sem þeir hafa lagt hald á.

Þá segjast þeir ekki muna eftir því að þeir hafi áður stöðvað fíkniefnasmyglara sem væri orðinn þetta gamall.

Maðurinn sem var handtekinn býr í bænum Nogales en embættismenn vita ekki hvort hann væri bandarískur eða mexíkóskur ríkisborgari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar