Banna stripl við útfarir

Stjórn­völd í Kína hafa skorið upp her­ör gegn nekt­ar­sýn­ing­um og öðru slíku stripli við jarðarfar­ir en sá siður hef­ur held­ur verið að sækja í sig veðrið að und­an­förnu. Til að leggja áherslu á al­vöru máls­ins hafa þau látið hand­taka fimm manns fyr­ir þess­ar sak­ir.

Ástæðan fyr­ir þess­um und­ar­legu uppá­kom­um er sú rót­gróna skoðun, að fjöl­menni við jarðarför sé til marks um mikla virðingu fyr­ir hinum látna og fjöl­skyldu hans. Vegna þess er ýms­um brögðum beitt við að fá fólk til að mæta, jafn­vel nekt­ar­sýn­ing­um.

Stjórn­völd ákváðu að grípa í taum­ana eft­ir að rík­is­sjón­varpið sýndi "klúr­ar mynd­ir" af út­för í Jiangsu-héraði en hana sóttu um 200 manns, þar á meðal börn. "Þegar hvað hæst stóð í stöng­inni, fóru tvær kon­ur upp á svið þar sem þær tóku til við að tína af sér spjar­irn­ar. Reyndu meira að segja að fá aðra til þess líka," sagði í frétt­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir