Sala á úlfaldamjólk í héraðinu Rajasthan í vesturhluta Indlands hefur aukist til muna eftir að 88 ára maður, sem nýlega varð faðir, þakkaði þrótt sinn úlfaldamjólkinni.
Þúsundir manna reyna nú að komast yfir mjólkina í þeirri trú að hún sé frygðarauki, hefur því verðið eðlilega hækkað jafnframt og selst nú lítrinn á 40 rúpíur í stað 20 áður.
Læknar og vísindamenn í Rajasthan segja þó ólíklegt að mjólkinni sé að þakka. M.S. Sahani, forstjóri indverskar rannsóknarstofnunnar á vegum ríkisins, sem sér um rannsóknir á úlföldum, tekur undir þetta og segir engar rannsóknir styðja fullyrðinguna.