Fékk ekki nettengingu sökum aldurs

mbl.is/ÞÖK

Shirley Greening-Jackson, sem er 75 ára Breti, fór fyrir skemmstu til að panta nettengingu og síma í útibúi verslanakeðjunnar Carphone Warehouse. Henni var hins vegar tilkynnt að þar mætti hún ekki versla, því hún væri of gömul. Þegar hún fékk svo að ræða við yfirmann var henni tilkynnt að hún mætti hugsanlega kaupa þjónustuna, ef hún mætti með yngri meðlim fjölskyldunnar sem gæti útskýrt samninginn fyrir henni.

Greening-Jackson sem gekk á Kínamúrnum í fyrra og er á leið til Rússlands segist ekki orðin elliær enn. Talsmenn Carphone Warehouse viðurkenna hins vegar að sú stefna hafi verið tekin upp að viðskiptavinir, sem eru eldri en sjötugir, verði að koma í fylgd yngri fjölskyldumeðlima. Tilgangurinn er að sögn sá að vernda eldra fólk, en starfsmenn keðjunnar hafa verið sakaðir um að blekkja það með villandi upplýsingum.

Ný lög verða sett í október nk. í Bretlandi þar sem mismunun sökum aldurs er bönnuð á vinnustöðum, en margir vilja að svipuð lög verði sett til að tryggja rétt neytenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir