Margir Bretar vilja heldur langt líf en kynlíf

Piccadilly Circus í London
Piccadilly Circus í London Ómar Óskarsson

Fjór­ir af hverj­um tíu Bret­um kveðast reiðubún­ir að gefa kyn­líf al­ger­lega upp á bát­inn ef þeir geti þar með tryggt að þeir nái hundrað ára aldri, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar. Næst­um helm­ing­ur kvenna sem þátt tók í könn­un­inni kvaðst til­bú­inn til skír­líf­is til að ná háum aldri.

Frá þessu grein­ir breski frétta­vef­ur­inn Ananova.

En það er ým­is­legt sem fólk er ekki til­búið til að gefa fyr­ir háan ald­ur. Þannig sögðust 94% aðspurðra ekki til­bú­in að fórna sam­neyti við vini og fjöl­skyldu til að verða hundrað ára, og 74% kváðust ekki reiðubú­in að fórna til þess pen­ing­um.

Könn­un­in var unn­in af Ip­sos-MORI fyr­ir breska heil­brigðisþjón­ustu­fyr­ir­tækið Bupa. Hún leiddi meðal ann­ars í ljós að að meðaltali vænta Bret­ar þess að ná 85 ára aldri. Ung­ir og gaml­ir eru ekki sam­mála um hvenær fólk fari að telj­ast gam­alt. Þeir sem eru á aldr­in­um 16-24 ára telja fólk verða „gam­alt“ um 61 árs ald­ur, en þeir sem eru 75 ára og eldri telja það verða um 71 árs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell