Hjuggu niður 100 ára gamalt tré vegna meintra ofurkrafta þess

Leifar fíkjutrésins í Jakarta.
Leifar fíkjutrésins í Jakarta. Retuers

Öfgasinnaðir múslímar á Indónesíu hjuggu niður 100 ára gamalt fíkjutré í Jakarta til að koma í veg fyrir að sögusagnir um að það byggi yfir ofurkröftum breiddust út. Borgaryfirvöld hafa kært skemmdarvargana til lögreglu.

Íslam er eingyðistrú og telst það alvarleg synd að trúa því að einhver eða eitthvað annað en guð hafi ofurmátt. Öfgasinnaðir múslímar á Indónesíu, sem er fjölmennasta múslímaríki heims, hafa iðulega gagnrýnt trúbræður sína fyrir að iðka einnig hindúatrú eða búddisma, trúarbrögð sem voru útbreidd á Indónesíu áður en íslam náði þar fótfestu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar