Ástandið um borð í breska skemmtiferðaskipinu Destiny hefur verið frekar bágborið undanfarna sólarhringa því salernin um borð hafa ekki virkað sökum stíflu í frárennslisrörum og heita vatnið er einnig af skornum skammti.
1450 farþegar eru um borð í skipinu, sem er á vikulangri siglingu í nágrenni Kanaríeyja og Marokkó. Að sögn breska fréttavefjarins This is London hefur breska ferðaskrifstofan Thomson nú sent 10 sérfræðinga af stað til móts við skipið og eiga þeir ekki að una sér hvíldar þar til vandamálið er leyst.
Destiny er flaggskipið í flota Thomsons og það er m.a. búið tveimur sundlaugum, tveimur veitingastöðum og þremur börum og til þessa salernum sem virka.