Brenndi 400 kíló af pósti

Norskur bréfberi hefur viðurkennt að hafa kveikt í rúmlega 400 kílóum af pósti undir brú í bænum Oppegård í Akershus sl. laugardag. Meðal þess sem maðurinn brenndi voru óopnuð bréf, dagblöð og auglýsingar. Þetta kemur fram í norska blaðinu Aftenposten.

Um hundrað kíló af pósti brunnu ekki og hefur verið þegar verið dreift í hús, en talskona póstsins segir þó að eigendur bréfanna geti lent í vandræðum, t.d. ef ógreiddir reikningar hafa verið brenndir.

Manninum var umsvifalaust sagt upp störfum, en hann hefur ekki útskýrt hvers vegna hann ákvað að brenna heldur póstin en að bera hann út. Hann má búast við því að verða sóttur til saka fyrir verknaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar