Harrods rekur jólasveininn

Vinsælt er hjá börnum að hvísla að jólasveininum óskum um …
Vinsælt er hjá börnum að hvísla að jólasveininum óskum um jólagjafir AP

Stórverslunin Harrods í Lundúnum hefur sagt jólasveininum upp störfum vegna óviðeigandi ummæla hans við viðskiptavini. Versluninni höfðu borist kvartanir vegna framferðis Sveinka meðal annars frá fjölskyldu af asískum uppruna. Hafði hann bent fjölskyldunni á að hún ætti frekar að versla í lággjaldaverslun í stað Harrods, samkvæmt frétt Metro blaðsins. Jólasveinninn á einnig að hafa á lostafullan hátt boðið unglingsstúlku úr sömu fjölskyldu að setjast á hné sér.

Talsmaður Harrods sagði í samtali við AFP fréttastofuna að jólasveinninn hafi haft uppi óviðeigandi ummæli við viðskiptavini verslunarinnar en þau hafi ekki falið í sér kynþáttahatur.

Alls eru sex jólasveinar að störfum í jólalandi Harrods og er talið að um 76 þúsund fjölskyldur sæki það heim árlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup