Harrods rekur jólasveininn

Vinsælt er hjá börnum að hvísla að jólasveininum óskum um …
Vinsælt er hjá börnum að hvísla að jólasveininum óskum um jólagjafir AP

Stórverslunin Harrods í Lundúnum hefur sagt jólasveininum upp störfum vegna óviðeigandi ummæla hans við viðskiptavini. Versluninni höfðu borist kvartanir vegna framferðis Sveinka meðal annars frá fjölskyldu af asískum uppruna. Hafði hann bent fjölskyldunni á að hún ætti frekar að versla í lággjaldaverslun í stað Harrods, samkvæmt frétt Metro blaðsins. Jólasveinninn á einnig að hafa á lostafullan hátt boðið unglingsstúlku úr sömu fjölskyldu að setjast á hné sér.

Talsmaður Harrods sagði í samtali við AFP fréttastofuna að jólasveinninn hafi haft uppi óviðeigandi ummæli við viðskiptavini verslunarinnar en þau hafi ekki falið í sér kynþáttahatur.

Alls eru sex jólasveinar að störfum í jólalandi Harrods og er talið að um 76 þúsund fjölskyldur sæki það heim árlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson