Norskur nektarstaður hefur nú fengið dómsúrskurð um að nektardans sé list. Dómurinn felur í sér, að norskir nektarstaðir þurfa ekki að innheimta virðisaukaskatt af aðgöngumiðum.
Að sögn norsku fréttastofunnar NTB krafðist fyrirtækið Blue Engel A/S, sem rekur nektarstaðinn Go Go Bar í Ósló, þess að viðurkennt yrði að dans stúlknanna við súluna yrði skilgreindur sem list og því væri aðgangseyrir undanþeginn virðisaukaskatti. Þetta féllst norska ríkið ekki á og því fór málið fyrir dómstóla sem hafa nú fallist á kröfu Blue Engel. Héraðsdómur í Ósló dæmdi einnig norska ríkið til að greiða málskostnað, um 1,5 milljónir íslenskra króna.
Ekki var ljóst hvort dómnum yrði áfrýjað til hæstaréttar Noregs.