Kúrekar norðursins sektaðir fyrir ísbjarnaveiðar

mbl.is/Arnaldur

Þrír grænlenskir unglingar hafa verið sektaðir um þrjú þúsund danskar krónur, 37 þúsund íslenskar krónur fyrir að snara ísbjörn á Grænlandi. Gáfu piltarnir þá skýringu á ísbjarnaveiðunum að þeim hafi leiðst.

Snöruðu piltarnir ísbjörninn í ágúst 2004 og fengu síðan veiðimann til þess að drepa ísbjörninn. Bannað er samkvæmt lögum um dýravernd á Grænlandi að fanga villt dýr á þennan hátt. Veiðimaðurinn sem skaut ísbjörninn fékk hins vegar sekt upp á fimm þúsund danskar krónur fyrir að hafa notað óskráðan riffil við drápið.

Á árinu 2005 hertu grænlensk stjórnvöld reglur um veiðar á ísbjörnum og má nú drepa 200-250 birni árlega. Voru lögin sett til verndar ísbjörnum en þeim stafar mikil hætta af hlýnun loftslags á Norðurskautinu. Með hlýnum loftslags hefur bráðnun íss aukist og fæðuöflun því sífellt erfiðari fyrir birnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup