Munkaátök á Athos-fjalli

Að minnsta kosti sjö grískir munkar særðust þegar til átaka kom á milli andstæðra fylkinga í munkasamfélaginu á Athos-fjalli, en hópur munka réðist inn í kapellu sem menn hafa deilt um.

Munkirnir í Esfigmenou-klaustrinu, sem sleit sig frá hinum 19 munkareglunum í karlasamfélaginu á fjallinu, segjast hafa orðið fyrir árásinni, en þeir neita að viðurkenna erkibiskupinn sem leiðtoga grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

„Við vorum inni í kapellunni þegar hópur munka réðist inn með sleggjur og kúbein og réðust á okkur,“ sagðir faðir Methodios, sem er ábóti yfir Esfigmenou, gríska ríkissjónvarpinu.

„Hvernig geta þeir gert þetta á tímum friðar; aðeins nokkrum dögum fyrir jól?“

Hann sagði að æðsta stjórnvald munkasamfélagsins hafi útnefnt andstæðinga þeirra sem arftakar þeirra. Þrír hinna særðu tilheyra meintum árásarmönnum.

Kapellan, sem um ræðir og tilheyrir klaustrinu er, í Karies, sem er höfuðborg fjallasamfélagsins á Norður-Grikklandi.

Samfélagið hefur árum saman reynt að bola uppreisnarmunkunum í burtu, en það segir að þeir eigi engan rétt á að vera þarna þar sem þeir viðurkenna ekki erkibiskupinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup