Ók fullur að lögreglustöðinni og afhenti bíllyklana

Færeyingur nokkur, sem var á ferð í bíl sínum að kvöldi annars jóladags eftir að hafa fengið sér heldur mikið neðan í því, fékk skyndilega yfirþyrmandi samviskubit. Hann ók að lögreglustöðinni í Þórshöfn, fór inn og afhenti næsta lögreglumanni bíllyklana, með þeim orðum, að hann vildi ekki keyra lengra fullur.

Lögreglan tók blóðprufu af manninum, sem reyndist ekki hafa logið neinu um ástand sitt, að því er kemur fram á fréttavefnum olivant.fo.

Haft er eftir lögreglunni, að hún muni ekki til að ökumaður hafi áður kært sjálfan sig fyrir ölvunarakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar