Óvenjuleg vetrarútsala er nú hjá netuppboðsfyrirtækinu eBay þar sem þau Jim og Mary Walker, sem búa í Colorado, bjóða snjó til sölu. Lágmarksboðið er 99 sent fyrir litla krukku fulla af snjó og flutningskostnaður er áætlaður 2 dalir en þau hjónin segjast ekki gera tryggt að snjórinn komi óbráðinn til viðtakenda.
Veturinn hefur verið nokkuð snjóþungur og eftir að hafa mokað snjó úr innkeyrslunni tvívegis fengu þau hjón þessa merku hugmynd.
„Hvers vegna ekki?" spurði Mary Walker á móti þegar hún var spurð hvers vegna fjölskyldan hefði ákveðið að selja snjóinn.
Þau hjón ætla að nota hagnaðinn af snjósölunni til að kaupa snjóblásara - eða nýja skóflu verði salan dræm.
Mary Walker býst raunar ekki við að margir kaupi snjóinn. „Við vildum eiginlega bara fá fólk til að brosa.