Hengdi sig þegar honum leist ekki á netvinkonuna

Sautján ára gamall kínverskur piltur varð fyrir svo miklum vonbrigðum með útlit konu, sem hann hitti á spjallrás á netinu, að hann hengdi sig eftir að hafa séð hana í fyrsta skipti.

Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua segir, að pilturinn hafi hitt konuna á vinsælli kínverskri spjallrás. Konan sagðist vera 19 ára gömul og falleg. Pilturinn og konan spjölluðu saman í nokkrar vikur en ákváðu loks að hittast 26. desember.

Þegar pilturinn kom til stefnumótsins reyndist konan ekki vera sérlega lagleg og einnig var hún áratug eldri en hún hafði sagst vera.

Xinhua segir, að pilturinn hafi hlaupið heim til sín niðurbrotinn og fjórum dögum síðar framdi hann sjálfsmorð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir