Rekinn fyrir að hósta

Dani nokkur var rekinn úr starfi á skrifstofu í Kolding vegna þess að hann er með krónískan hósta. Segja dönsk blöð, að það hafi aldrei áður gerst svo vitað sé að hósti sé brottrekstarsök úr starfi.

Maðurinn, Johan From, segir í viðtali við B.T. í dag, að hann hafi greint vinnuveitendunum frá vandamálum sínum þegar hann var ráðinn en From fékk bakteríusýkingu í lungun þegar hann var tveggja ára og hluti af vinstra lunganu var þá fjarlægður.

From var rekinn eftir að hafa starfað í mánuð hjá nýjum vinnuveitendum og var ástæðan sögð sú, að samstarfsmenn hans þyldu ekki hóstakjöltrið. Hann segist áður hafa starfað í aldarfjórðung hjá öðru fyrirtæki og þar voru aldrei gerðar athugasemdir.

From krefst nú bóta frá fyrirtækinu sem svara til 9 mánaða launa. Fulltrúi verkalýðsfélags mannsins segir að þar á bæ hafi menn aldrei heyrt af slíku máli fyrr. Á síðasta ári hafi félagið beitt sér fyrir því að maður fékk bætur eftir að hann var rekinn úr starfi fyrir að vera of feitur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir