Stal hlandskál á krá

Lögregla í Bretlandi leitar nú manns, sem stal hlandskál á krá einni í Southampton. Maðurinn kom inn í krána Royal Oak, pantaði bjórglas og fór á salernið þar sem hann dundaði sér við það næstu 40 mínútur að losa hlandskálina.

Maðurinn setti skálina síðan í bakpoka sinn og gekk út. Myndir af þessum óvenjulega þjófnaði náðust á eftirlitsmyndavél og hefur lögreglan nú fengið þær í hendur.

„Hann fór mjög fagmannlega að þessu," segi Suzie Dreja, annar eigandi kráarinnar. „Hann lokaði fyrir vatnið og gekk frá vatnspípunni áður en hann fjarlægði skálina. Raunar var frágangurinn svo góður, að starfsfólkið hélt fyrst að skálin hefði verið fjarlægð til að gera við hana."

Hún bætti við, að maðurinn hefði jafnvel þurrkað fingraför af hurðarhúna salernisdyranna þegar hann fór.

Lögreglan í Hampshire telur, að hlandskálin kunni að hafa verið sett upp á öðrum stað þar sem skortur var á slíkum húsbúnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir