Samuel Akinbode Sadela er 107 ára gamall og elsti presturinn í Nígeríu. Hann sagðist sækja styrk sinn til drottins eftir að hann giftist þrítugri konu, sem er í söfnuðinum hans.
„Drottinn er styrkur minn. Ég er mjög sterkur og fullur af orku,“ er haft eftir Sadela eftir brúðkaupið sem fór fram í Lagos, höfuðborg landsins.
Sadela, sem er einn stofnenda Postullegu guðspjallskirkjunnar, hefur staðið í prédikunarstólnum í 75 ár.
Hann gekk fyrst í hjónaband árið 1934 og það hjónband endist í 21 ár. Þá eignaðist hann sjö börn en öll börnin dóu mjög ung.
Árið 1965 kvæntist hann í annað sinn og eignaðist hann fjögur börn, en aðeins tvö þeirra eru lifandi. Önnur eiginkona hans lést árið 2001.
Nýja konan í lífi hans er hinsvegar 77 árum yngri hann.