Prozac fyrir gæludýrin

Bandarísku hjónin Fernanda Gray og Elliot Goldberg vissu ekki hvað þau áttu til bragðs að taka þegar kötturinn þeirra, Skuggi, tók upp á því að míga á hinum og þessum stöðum í íbúðinni og þannig merkja sér þá fyrir sambýliskettinum eins og ferfætlinga er háttur.

Dýralæknir hjónanna var úrræðalaus og þau að verða úrkula vonar þegar Gray sá auglýsingu í dagblaði eftir köttum eins og Skugga til rannsókna. Heimilisfaðirinn lét slag standa og heimilaði tilraunir með lyfjagjöf fyrir fressinn. Tveimur vikum síðar gerðust svo þau undur og stórmerki að Skuggi lét af ósiðnum eins og hendi væri veifað. Töfralausnin reyndist geðlyfið prozac en eins og kemur fram í raunasögu hjónanna á vefsíðu dagblaðsins Los Angeles Times í gær hefur Skuggi verið þægur og góður allt frá því að lyfjakúrinn hófst fyrir fimm árum.

Að sögn blaðsins tilheyrir loðni hrekkjalómurinn hinni nýju "prozac-þjóð" hunda, katta, fugla, hesta og annarra dýra sem hafa breytt hegðun sinni til hins betra, þökk sé prozac, buspar, amitriptyline og öðrum geðlyfjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan