George Hood frá Illinois í Bandaríkjunum hefur að öllum líkindum komist á síður Heimsmetabókar Guinness með því að hjóla á þrekhjóli í 85 klukkustundir samfleytt.
Hood er 49 ára. Hann byrjaði að hjóla síðdegis á miðvikudaginn í Íþróttaklúbbi í Burr Ridge í Illinois, og í gær sló hann fyrra heimsmet, 82 klukkustundir, sem Daninn Brian Overkær setti í fyrra.
Hún fékk sér hænublundi öðru hvoru á meðan þrekrauninni stóð, en samkvæmt reglum Heimsmetabókarinnar vann hann sér inn fimm mínútna hlé með hverri klukkustund sem hann hjólaði.
Meðalhraði Hoods var rúmir 20 km á klst, en undir lokin gaf hann örlítið í og fór yfir 21 km í meðalhraða.