Herferð gegn ofdekri

Bandarísku samtökin "Birthdays Without Pressure", eða "Afmæli án þrýstings", sem er félagsskapur háskólakennara og foreldra, hafa hafið herferð gegn því sem þau telja vera slæm áhrif mikils óhófs við afmælisveislur á hegðun og andlega líðan ungmenna. Stofnendur þeirra fullyrða að útgjöld vegna afmælisveisla vestra séu komin langt út fyrir öll velsæmismörk, börnin ofdekruð og foreldrar að sligast undan fjárhagslegu byrðinni sem hlýst af árlegu bruðlinu.

Breska dagblaðið The Daily Telegraph fjallaði um málið á vefsíðu sinni í gær, þar sem dæmi var tekið af sælgætisversluninni "Dylan's Candy Bar", sem rukkar sem svarar 83.520 íslenskum krónum fyrir 90 mínútna afmælisveislu fyrir tuttugu börn. Það eru þó sagðir hreinir smámunir miðað við leikfangaverslunina FAO Schwartz, sem býður börnum upp á að halda afmæli þar og leyfa svo félögunum að gista yfir nóttina. Verðið er aðeins frá 1.740 þúsund krónum.

Slíkar samkomur blikna þó í samanburði við 13 ára afmæli dóttur fjármálamannsins David Brooks, sem varði jafnvirði 696 milljóna í veislu þar sem rokkhljómsveitin Aerosmith og rapparinn 50 Cent stigu á svið. Voru boðsgestirnir, unglingar, leystir út með 700.000 króna "gjafapokum".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir