Önd lifði byssuskot og tveggja daga dvöl í ísskáp

Þessar endur hafa ekki þurft að dúsa í ísskáp svo …
Þessar endur hafa ekki þurft að dúsa í ísskáp svo vitað sé Ásdís Ásgeirsdóttir

Lífseig önd er komin undir læknishendur eftir að hafa lifað af byssuskot og tveggjadaga dvöl í ísskáp byssumannsins. Veiðimaður einn í Florida í Bandaríkjunum veiddi öndina og setti í ísskáp heimilisins, og taldi eðlilega að fuglinn væri dauður, enda með skotsár á vængjum og fótum. Húsmóðurinni á heimilinu brá svo í brún tveimur dögum síðar þegar öndin lyfti hausnum þegar húsmóðirin opnaði ísskápinn.

Þar sem öndin virtist ekki hafa áhuga á því að enda ævina á borðum fjölskyldunnar sem kvöldverður, var farið var með öndina til dýralæknis og þaðan í dýraathvarf.

Dýralæknirinn David Hale segir miklar líkur á að öndin lifi af og að hæg efnaskipti hafi bjargað lífi fuglsins í ísskápnum. Litlar líkur eru þó á að öndin nái svo góðri heilsu að hægt verði að sleppa henni, svo öndin ófeiga dvelur líklega í Goose Creek dýraathvarfinu héðan í frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir