Skilnaðartíðnin í Kína lækkar um helming þökk sé nýrri talningaraðferð

Kínverskar fyrirsætur sjást hér sýna brúðarkjóla.
Kínverskar fyrirsætur sjást hér sýna brúðarkjóla. Reuters

Kínverjar hafa nú komist að hinu sanna á bak við hina háu skilnaðartíðni í landinu, sem valdið hefur mörgum áhyggjum, en það ku vera tölfræðileg ósamkvæmni.

Í mörg ár hefur skilnaðartíðnin í landinu verið reiknuð á grundvelli fjölda þeirra einstaklinga sem skilja að því er fram kemur í kínversku dagblaði.

Nú hafa kínverskir tölfræðingar hinsvegar ákveðið að fylgja þeirri alþjóðlegu venju að telja skilnaðina sjálfa, og eðli málsins samkvæmt hefur skilnaðartíðnin lækkað um helming af þessum sökum.

Hlutfallið fyrir árið 2005 lækkaði því um 2,76 skilnaðir á hverja 1.000 íbúa í 1,38.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar