Kínverjar hafa nú komist að hinu sanna á bak við hina háu skilnaðartíðni í landinu, sem valdið hefur mörgum áhyggjum, en það ku vera tölfræðileg ósamkvæmni.
Í mörg ár hefur skilnaðartíðnin í landinu verið reiknuð á grundvelli fjölda þeirra einstaklinga sem skilja að því er fram kemur í kínversku dagblaði.
Nú hafa kínverskir tölfræðingar hinsvegar ákveðið að fylgja þeirri alþjóðlegu venju að telja skilnaðina sjálfa, og eðli málsins samkvæmt hefur skilnaðartíðnin lækkað um helming af þessum sökum.
Hlutfallið fyrir árið 2005 lækkaði því um 2,76 skilnaðir á hverja 1.000 íbúa í 1,38.