Fullum veiðimönnum á ísjökum komið til bjargar

Koma þurfti 356 sjómönnum, sem margir voru ölvaðir og sátu fastir á stórum ísjaka sem hafði brotnað frá ströndum eyjunnar Sakahlin í Austur-Rússlandi, til bjargar í dag.

Sjötíu og sex veiðimenn neituðu hinsvegar að verða fluttir af ísnum nema þeir gætu tekið veiðibúnaðinn með sér á land auk fengsins.

Björgunarsveitarmenn í þyrlum og bátum tóku þátt í aðgerðinni og vonuðust þeir til þess að þeir gætu sannfært veiðimennina um að fara af bráðnandi ísjakanum.

Að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax voru margir veiðimannanna ofurölvi og ástand þeirra þ.a.l. eftir því.

Þrátt fyrir að rússnesk yfirvöld hafi margoft varað við þeirri hættu að stunda fiskveiðar í gegnum holur í ís, og sérstaklega nú þar sem veturinn í Rússlandi er fremur mildur, þá er margir sem stunda þessa iðju.

Veiðimenn eiga það til að ferðast langt út frá ströndum í leit að góðum veiðistað og oftar en ekki eru þeir vel birgir af sterku áfengi og þungum búnaði, s.s. borum, netum o.fl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir