Söng í 60 klukkustundir til að gleðja veikan eiginmann

Suður-kóresk kona hefur sett heimsmet í karíókísöng eftir að hafa verið búin að syngja í nærri 60 klukkustundir á Valentínusardaginn til þess að gleðja eiginmann sinn sem á við veikindi að stríða, en hún hóf sönginn á mánudag.

Kim Seok-Ok, sem er 52ja ára, hrundi niður af þreytu þegar hún hafði sungið í 59 klukkustundir og 48 mínútur á karíókíbar í Seoul.

Hún sló gamla heimsmetið sem var 59 klukkustundir og 12 mínútur, en það var Þjóðverji sem setti metið í fyrra.

Fulltrúi frá Heimsmetabók Guinness fylgdist með söngnum, en hann á hinsvegar eftir að staðfesta tímann. Hún hóf, sem fyrr segir, að þenja raddböndin á mánudaginn og í gærkvöldi var hún orðin örmagna af þreytu og fékk aðsvif.

Hún hvíldi sig í 10 mínútur eftir að hafa sungið í 50 mínútur, og henni tókst að ljúka 979 lögum af þeim 1.014 sem hún hafði í hyggju að syngja.

Kim sagði í viðtali við s-kóreska fjölmiðla að hún hafi ákveðið að reyna við heimsmetið til þess að gleðja eiginmann sinn sem hefur verið greindur með heilaæxli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir