Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum

Phillip Kerkhof var búinn að fá sér vel í tána …
Phillip Kerkhof var búinn að fá sér vel í tána þegar hann tók þá ákvörðun að veiða hákarl með berum höndum. Eftirá að hyggja mælir Kerkhof ekki með því að fólk geri slíkt hið sama. AP

Drukk­inn veiðimaður veiddi há­karl sem var 1,3 metr­ar á lengd og glímdi við hann við suður­strönd Ástr­al­íu. Maður­inn slapp ómeidd­ur, en bux­urn­ar hans rifnuðu lít­il­lega í átök­un­um segja ástr­alsk­ir fjöl­miðlar.

Phillip Kerk­hof, sem er 41 árs, veiddi há­karl­inn með ber­um hönd­um á mánu­dag­inn þegar hann sá til hans elta smokk­fiska-torfu nærri hafn­ar­bakk­an­um í sjáv­arþorp­inu Louth Bay í Suður-Ástr­al­íu.

„Ég bara lædd­ist upp að hon­um að aft­an­verðu og á end­an­um kom að stóru stund­inni, og ég varð hepp­inn og náði hon­um,“ sagði Kerk­hof í sam­tali við Austr­ali­an Broa­dcasting Corp.

Svæðið við Louth Bay er þekkt fyr­ir há­karla, en skammt frá var kvik­mynd­in Jaws, frá 1975, tek­inn upp.

Kerk­hof, sem að eig­in sögn var bú­inn að drekka tals­vert af vod­ka áður en hann fór að veiða, sagðist aðeins hafa áttað sig á hætt­unni sem hann var í dag­inn eft­ir at­b­urðinn.

„Þetta er eitt­hvað sem ég mæli ekki með að fólk geri,“ sagði hann. „Þegar það rann af mér velti ég þessu öllu fyr­ir mér og sagði: „Ég er al­gjör bjáni að hafa gert þetta.““

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant