Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum

Phillip Kerkhof var búinn að fá sér vel í tána …
Phillip Kerkhof var búinn að fá sér vel í tána þegar hann tók þá ákvörðun að veiða hákarl með berum höndum. Eftirá að hyggja mælir Kerkhof ekki með því að fólk geri slíkt hið sama. AP

Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl sem var 1,3 metrar á lengd og glímdi við hann við suðurströnd Ástralíu. Maðurinn slapp ómeiddur, en buxurnar hans rifnuðu lítillega í átökunum segja ástralskir fjölmiðlar.

Phillip Kerkhof, sem er 41 árs, veiddi hákarlinn með berum höndum á mánudaginn þegar hann sá til hans elta smokkfiska-torfu nærri hafnarbakkanum í sjávarþorpinu Louth Bay í Suður-Ástralíu.

„Ég bara læddist upp að honum að aftanverðu og á endanum kom að stóru stundinni, og ég varð heppinn og náði honum,“ sagði Kerkhof í samtali við Australian Broadcasting Corp.

Svæðið við Louth Bay er þekkt fyrir hákarla, en skammt frá var kvikmyndin Jaws, frá 1975, tekinn upp.

Kerkhof, sem að eigin sögn var búinn að drekka talsvert af vodka áður en hann fór að veiða, sagðist aðeins hafa áttað sig á hættunni sem hann var í daginn eftir atburðinn.

„Þetta er eitthvað sem ég mæli ekki með að fólk geri,“ sagði hann. „Þegar það rann af mér velti ég þessu öllu fyrir mér og sagði: „Ég er algjör bjáni að hafa gert þetta.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar