Gluggi sem tengist Kennedymorði seldist á 202 milljónir

John F. Kennedy og Jacqueline skömmu áður en forsetinn var …
John F. Kennedy og Jacqueline skömmu áður en forsetinn var skotinn í Dallas 22. nóvember 1963. AP

Gluggi með karmi, sem sagður er vera sá sem John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseti var skotinn út um, seldist á uppboði á netuppboðssíðunni eBay á 3 milljónir dala, jafnvirði 202 milljóna króna. Upphafboðið var aðeins 100 þúsund dalir en boðin hækkuðu hratt.

Svo virðist sem glugginn sé úr bókasafninu í Dallas þar sem Lee Harwey Oswald kom sér fyrir og skaut Kennedy í nóvember 1963. Fjölskylda í borginni á húsið þar sem bókasafnið er, og Caruth Byrd, einn úr fjölskyldunni, segir að glugginn hafi verið fjarlægður skömmu eftir morðið, vegna þess að fólk var að stela hlutum úr honum.

Fréttavefur BBC hefur eftir Byrd, að hann hafi viljað gefa fólki tækifæri til að eignast hluta af mannkynssögunni. Með glugganum fylgir bæklingur þar sem saga hans er rakin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar