Hjákonustaðgengill óskast til að þola barsmíðar eiginkonunnar

Kín­versk­ur kaup­sýslumaður hef­ur aug­lýst á Net­inu eft­ir hjá­konustaðgengli til að þola bar­smíðar reiðrar eig­in­konu hans, og hlífa þannig hjá­kon­unni sjálfri. Kín­versk­ir fjöl­miðlar greina frá þessu í dag.

Þegar eig­in­kon­an komst á snoðir um að maður­inn henn­ar átti hjá­konu krafðist hún þess að fá að berja hjá­kon­una, sagði Dag­blað ungra Pek­ing­búa, og vísaði í aug­lýs­ing­una, sem birt var á vin­sæl­um at­vinnu­aug­lýs­inga­vef, sina.com.

Yfir tíu manns hafa þegar sótt um „starfið“, sagði blaðið enn­frem­ur. Sett voru þau skil­yrði að um­sækj­end­ur væri orðnir 35 ára og væru frá Norðaust­ur-Kína. Kaupið er 3.000 júan fyr­ir hverj­ar tíu mín­út­ur, eða sem svar­ar rúm­um 26.000 krón­um.

Marg­ir kín­versk­ir kaup­sýslu­menn halda hjá­kon­ur á öðrum heim­il­um. Þessi siður var bannaður eft­ir að komm­ún­ist­ar komust til valda 1949, en í kjöl­far markaðsum­bóta í Kína und­an­far­in ár hafa marg­ir tekið hann upp á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka