Hjákonustaðgengill óskast til að þola barsmíðar eiginkonunnar

Kínverskur kaupsýslumaður hefur auglýst á Netinu eftir hjákonustaðgengli til að þola barsmíðar reiðrar eiginkonu hans, og hlífa þannig hjákonunni sjálfri. Kínverskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Þegar eiginkonan komst á snoðir um að maðurinn hennar átti hjákonu krafðist hún þess að fá að berja hjákonuna, sagði Dagblað ungra Pekingbúa, og vísaði í auglýsinguna, sem birt var á vinsælum atvinnuauglýsingavef, sina.com.

Yfir tíu manns hafa þegar sótt um „starfið“, sagði blaðið ennfremur. Sett voru þau skilyrði að umsækjendur væri orðnir 35 ára og væru frá Norðaustur-Kína. Kaupið er 3.000 júan fyrir hverjar tíu mínútur, eða sem svarar rúmum 26.000 krónum.

Margir kínverskir kaupsýslumenn halda hjákonur á öðrum heimilum. Þessi siður var bannaður eftir að kommúnistar komust til valda 1949, en í kjölfar markaðsumbóta í Kína undanfarin ár hafa margir tekið hann upp á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir